Flaggskipið í þjónustu Gullnets er vefsíðugerðin sjálf.  Áherslan er á almenna vefi og vefverslanir fyrir einstaklinga, félagasamtök ,sem og minni og meðalstór fyrirtæki þar sem ekki er þörf fyrir mikla sérforritun eða flóknar tengingar við bókhaldskerfi og annað slíkt.

Hversvegna þarft þú vefsíðu?

Vefsíðan er andlit þitt eða þíns fyrirtækis á netinu.  Alltof mörg fyrirtæki láta sér nægja Facebook síðu en reyndin er sú að það ágæta forrit kemur aldrei í stað góðrar vefsíðu.  Góð vefsíða og virkni á samfélagsmiðlum geta hinsvegar stutt vel hvort við annað.

Það er mikilvægt við hönnun og uppsetningu vefsíðu að hún endurspegli  fyrirtækið  á sem bestan máta og sé ekki á skjön við ímynd og ásjónu félagsins  eða fyrirtækisins hvort heldur er útlitslega eða á annan hátt.   Eigandi Gullnets er rekstrarfræðingur að mennt og hefur reynslu af rekstri og markaðssetningu.  Við vitum því hve mikilvæg vefsíðan er fyrir reksturinn.

 

Um WordPress

Allar okkar vefsíður eru nú gerðar í WordPress, sem er svokallað cms kerfi – Content Management System.  Það er  ólíkt hefðbundnum vefsíðugerðarhugbúnaði af því leyti að forritið er til staðar á netþjóni en ekki í tölvu þess sem hannar síðuna.   WordPress varð strax mjög vinsælt þegar það kom fyrst fram upp úr aldamótum en átti þó í harðri samkeppni við sambærileg tól eins og Joomla og Drupal.  Í dag einokar WordPress svo að segja þennan markað og ástæðurnar eru helst þær að WordPress (WP) býður uppá nær endalausa möguleika í vefsíðugerð en er engu að síður merkilega notendavænt.    Upphaflega er það eins og nafnið bendir vissulega til hannað sem bloggkerfi en áherslan hefur nú færst á útlitsþeman og fjölþætta virkni kerfisins.  Gamla góða bloggið er þó að sjálfsögðu til staðar fyrir þá sem vilja þannig vefsíður.

 

Útlitsþema

Til er gríðarlegur fjöldi af  af  útlitsþemum á netinu fyrir wordpress, bæði ókeypis eða gegn greiðslu.  Þegar þemað er valið þarf að vanda vel til verks.  Themeforest.net er ákjósanlegur staður til að finna útlitsþema en gæta þarf þess að þemað henti verkefninu, sé reglulega uppfært og fái góð meðmæli notenda.

Gullnet passar uppá smáatriðin sem skipta svo ótrúlega miklu máli!

Það er auðvelt að henda upp vefsíðu sem jafnvel lítur þokkalega út en er því miður ekki að gera sig.  WP byggir mikið á svokölluðum viðbótum (plugins) og það er gríðarlega mikilvægt að nota réttar viðbætur, stilla þær rétt og prófa virkni þeirra.

Dæmi um mikilvægar viðbætur:

  • Öryggismál. Við viljum síst af öllu að það sé hægt að hakka sig inná vefinn okkar.  Við setjum upp bráðnauðsynleg öryggisforrit og stillum þau, fáum einnig öryggisvottun fyrir síðuna (SSL).
  • SEO, leitarvélabestun er einnig gríðarlega mikilvæg, að síðan sé rétt hönnuð með tilliti til leitarvéla, textinn sé leitarvélavænn,, myndir séu rétt skalaðar og SEO viðbætur séu rétt stilltar.  Þetta getur verið nokkuð tímafrekt en er algjörlega nauðsynlegt.
  • Cache stillingar.  Ekki til gott Íslenskt orð yfir þetta en þessar viðbætur eru til þess gerðar að síðan sé ekki of hæg.  Flestir eru núorðið með háhraðanet, jafnvel í símum en leitarvélar taka einnig tillit til þess hve hratt síður hlaðast og það gerir þetta mikilvægara en ella.
//www.gullnet.is/wp-content/uploads/2020/12/gullnet-logo2-e1606828167595.png