Vefverslunarkerfið Shopify hefur náð miklum vinsældum.  Kerfið býður uppá mikla möguleika en er þrátt fyrir það mun notendavænna en t.d. Woocommerce kerfið sem er til sem WordPress viðbót.  Við teljum því Shopify henta betur ef setja á upp vefverslun án þess að vera neitt að lasta Woocommerce sem er einnig frábært kerfi.

Gullnet tekur að sér uppsetningu á Shopify vefverslun.  Munurinn á Shopify og t.d. wordpress er auðvitað að Shopify er beinlínis hannað sem vefverslunarkerfi og einnig að hýsing vefsins fer fram á Shopify vefþjóni sem felur í sér mikið öryggi og minna viðhald.

Gullnet setur upp kerfið, setur upp greiðslugátt í samráði við viðskiptavin en gert er ráð fyrir því að eftir það taki viðskiptavinur við og setji inn vörur sjálfur í kerfið þó að við komum því að sjálfsögðu af stað sé þess óskað.  Ef gert er ráð fyrir því að Gullnet sjái um og annist innsetningu á vörum þá er gert sérstakt samkomulag um það en við bjóðum þá þjónustu sé hennar óskað.

//www.gullnet.is/wp-content/uploads/2020/12/gullnet-logo2-e1606828167595.png