Já. Við mælum með 1984.is sem hýsingaraðila en það fyrirtæki hýsir flesta .is vefi á landinu og eru með allra ódýrustu og öruggustu kostum. Það er einnig hægt að kaupa lén í gegnum 1984.is. Shopify vefverslun er hinsvegar alltaf hýst á vefþjón Shopify og við sjáum um þá uppsetningu án aukagjalds ef óskað er eftir því.
Nei! Við gerum aðeins það sem við erum sérhæfðir og góðir í. Það eru fjölmargir ágætir aðilar sem bjóða upp á hýsingu t.d. 1984.is sem við mælum helst með vegna hagstæðs verðs og þjónustu. Einn af stóru kostunum við WordPress er einmitt að það er hægt að hýsa WordPress vefi hjá öllum aðilum sem bjóða upp á almenna hýsingu.
Nei. Sá kostnaður er fjárfesting viðskiptavinar í léni til einkanota eftir að vefsíðugerðinni er lokið.
Nei, það er innifalið í verðinu nema kostnaðurinn við það fari upp fyrir 80$ sem er mjög sjaldgæft. Mörg eru ókeypis en almennt kosta þau á bilinu 20-60$
Staðlað þema er það sem fylgir WordPress í uppsetningu á kerfinu, í nýjustu útgáfu heitir það Twenty Twenty. Önnur ókeypis, mikið notuð og vinsæl þemu sem við flokkum sem stöðluð eru t.d. Astra, Neve og Ocean WP. Sérvalið þema er t.d. þema sem er keypt á Themeforest.net. Þau eru oft meira sérhæfð þ.e. sérstaklega ætluð ákveðnum tegundum fyrirtækja. Þau eru einnig oftast flóknari í uppsetningu. Það þarf að gæta þess að velja þema sem er reglulega uppfært og fær góða einkunnagjöf en hún sést á Themeforest.net.
Stutta svarið er Já! Við höfum áður gert vefsíður í Dreamweaver, Joomla ofl. Staðreyndin er sú að í WordPress er mun fljótlegra að hanna góðar vefsíður en í flestum öðrum kerfum og það býður uppá nær óendalega möguleika. Þá er það mun notendavænna en áðurnefnd forrit og flestir geta séð um að uppfæra sínar vefsíður sjálfir eftir að aðkomu Gullnets lýkur.
Já, Gullnet getur gert þér tilboð um uppfærslur t.d. ákveðinn fjölda vinnustunda á viku eða mánuði, eða bara tilfallandi verk. Í þessum tilvikum er rukkað tímagjald sem er kr. 7,900 + vsk.
Kanski ekki í smáatriðum. Þar getur Gullnet vissulega hjálpað og komið með hugmyndir. Það er hinsvegar æskilegt að viðskiptavinur hafi ákveðna hugmynd sem hægt er að vinna með, hvaða áherslur hann vill hafa á vefnum og hverju hann vill koma á framfæri.
Á endanum verður allt efnið að koma frá viðskiptavini. Oft kemur efnið þó bara eftir því sem líður á verkefnið eða tekur breytingum. Gullnet getur aðstoðað og gefið ráð við textagerð, sérstaklega þegar kemur að því að aðlaga textann fyrir leitarvélar.
Það er vissulega betra en svo er nú samt reyndar í fæstum tilvikum! Yfirleitt eru myndirnar of stórar í pixlum talið og við lögum þær þá án aukakostnaðar. Það þarf að reyna að minnka pixlafjöldann eins og hægt er svo myndirnar hægi ekki á vefnum. Það hefur neikvæð áhrif á leitarvélar ef þær eru of stórar.
Þegar samkomulag hefur náðst um gerð vefsins þá rukkum við 1/3 af verðinu og svo eftirstöðvarnar þegar við skilum af okkur verkefninu. Greiðsla fer fram með innleggi á bankareikning.
Algjörlega. Gullnet er eins manns fyrirtæki án allrar óþarfa yfirbyggingar og því eru verðin mjög hagstæð samanborið við önnur vefsíðugerðafyrirtæki á Íslandi.
Í flestum tilfellum rúmast síðarnar innan þessa pakka eða grunnpakkans, en þegar um mjög stór eða sérhæfð verkefni er að ræða sem krefjast mikillar aukavinnu þá gerum við tilboð í slíkan vef.

Er spurningunum þínum ekki svarað ?

Hafðu samband
//www.gullnet.is/wp-content/uploads/2020/12/gullnet-logo2-e1606828167595.png